Útvarpsmessa á æskulýðsdaginn í Laugarneskirkju

by Mar 1, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Þakkið alla hluti því að það er vilji Guðs með ykkur í Kristi Jesú
(1Þess 5.18)


Næstkomandi sunnudag, 3. mars 2019, verður sérstök fjölskylduguðsþjónusta í Laugarneskirkjukl.11:00.
Guðsþjónustunni verður útvarpað á Rás 1 í beinni útsendingu.
Sr. Davíð Þór og sr. Hjalti Jón leiða guðsþjónustuna ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur, ungleiðtogum kirkjunnar og messuþjónum.

Tónlistin verður í hávegum höfð en tónlistarstjóri kirkjunnar, Arngerður María, hefur ásamt kirkjukór Laugarneskirkju, Skólahljómsveit Austurbæjar og listakonunni Emmu Eyþórsdóttir undirbúið tónlistardagskrá sem verður unun á að hlýða, hvort sem er heima í stofu eða heima í kirkjunni.

Í stundinni munum við ræða um þakklætið. Það er margt að þakka og við sem komum að starfi safnaðarins í Laugarnesinu erum sérstaklega þakklát fyrir börnin og unglingana hér í hverfinu og þeirra starf innan kirkjunnar okkar.
Einn af ungleiðtogunum kirkjunnar sagði í vikunni að í æskulýðsstarfinu hefði hún lært að hlusta betur á börnin í kringum sig.
Hlustunin er dýrmæt og fyrir hana getum við verið þakklát.

Hlustum, heyrumst og sjáumst á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar, í Laugarneskirkju, sunnudaginn 3. mars kl.11:00.