Messa og sunnudagaskóli 28. apríl

by Apr 26, 2019Blogg

Næsta sunnudag, þann 28. apríl verður messa kl. 11:00 í Laugarneskirkju. Í guðspjalli dagsins heyrum við um það þegar Jesús grillar með félögunum á ströndinni. Það verða nemendur úr Domus Vox sem leiða safnaðarsöng og syngja fyrir okkur og er Þorvaldar Örn Davíðsson stjórnandi þeirra og organisti á sunnudaginn. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimili og er óhætt að lofa góðu stuði þar. Að sjálfsögðu er messukaffi á eftir.

Verið velkomin