Opið hús fimmtudaginn 2. maí kl. 12:00

by Apr 30, 2019Blogg, Forsíðufrétt, Fréttir

Við viljum vekja sérstaka athygli á samveru okkar fimmtudaginn 2.maí í Laugarneskirkju.
Áskirkja og Laugarneskirkja hafa í vetur verið í samstarfi um kyrrðarstundir- og opið hús á fimmtudögum. Allajafna hafa samverurnar verið í Áskirkju, en nú á fimmtudaginn verðum við í Laugarneskirkju.

Samveran hefst með helgistund í kirkjunni kl. 12, þá er borinn fram hádegisverður í safnaðarheimili og opið hús í beinu framhaldi þar sem ýmislegt skemmtilegt verður á dagskrá, m.a. kynning á vorferðinni sem fyrirhuguð er 9.maí.

Allir hjartanlega velkomnir. Umsjón með starfinu hafa Anna Sigríður Helgadóttir söngkona og Kristný Rós Gústavsdóttir djákni