Guðsþjónusta í Laugarneskirkju & Laugarnes á ljúfum nótum, sunnudaginn 12.maí.

by May 9, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

„Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig” (Jóh.14:1)

Kæru vinir, við komum saman til guðsþjónustu í Laugarneskirkju sunnudaginn 12.maí, kl.11:00.
Sr. Hjalti Jón Sverrisson leiðir guðsþjónustuna ásamt messuþjónum kirkjunnar. Þá mun Erla Rut Káradóttir organisti leiða tónlistina ásamt kirkjukór Laugarneskirkju.
Emma, Garðar og Gísli halda utan um sunnudagaskólann sem kemur saman þennan dag í síðasta sinn þessa önnina.
Þennan sunnudag munum við hugleiða hvað felst í því að eiga heimili; í kirkjunni okkar, í hverfinu okkar, í hvort öðru.

Þennan sama dag verður hverfishátíðin Laugarnes á ljúfum nótum kl.14:00 og óhætt að lofa stórskemmtilegri dagskrá fyrir fólk á öllum aldri.
Verið öll velkomin!