Marteinn Mörgæs mættur í Laugarneskirkju!

by May 1, 2019Blogg, Fréttir, Pistill

Kæru vinir, sunnudagaskólanum okkar í Laugarneskirkju hefur borist liðsauki!

Marteinn Mörgæs er fluttur til okkar í safnaðarheimilið og mun vera með okkur í sunnudagaskólanum héðan í frá.
Marteinn, eða Marty eins og hann er kallaður, er gjöf frá listakonunni Fridu sem hefur í gegnum tíðina stutt starf okkar hér í kirkjunni, ekki síst með myndlist sinni.

Frida og Marteinn mættu ásamt fleiri litskrúðugum dýrum í sérstakan bangsasunnudagaskóla sunnudaginn 25. apríl.
Þar fögnuðum við sköpunarverkinu og minntum okkur á mikilvægi þess að við umgöngumst náttúruna alla í fjölbreytileika sínum af virðingu og visku.
Marteinn Mörgæs verður okkur öllum áminning áfram um þetta hlutverk okkar.

Hér meðfylgjandi er hugleiðing Fridu um Martein og mörgæsir almennt:

Mörgæs á visst heimili í kirkjunni. Ekki bara því að hún er alltaf í sínu fínasta sunnudagsjakka sem minnir á prestsbúning.
Reyndar eru til margar ástæður fyrir því að hægt sé að tengja mörgæsir markmiðum kirkjustarfsins.

Í fyrsta lagi eru mörgæsir mjög félagslynd dýr.
Mörgæsir safnast saman til að týnast ekki og til að hlýja hver annarri í óveðri Suðurskautsins. Þegar líf okkar er fullt af óveðri getur kirkjan boðið upp á pláss til að safnast saman, að hlýja hvort öðru og finna nýja leiðir saman.
Síðan tilheyrir söngur sterklega samkomum manna og samkomum mörgæsa.

Hafandi séð kvikmyndina ,,Ferðalag Keisaramörgæsanna” skilst mér að hver og ein mörgæs eigi sinn einkennissöng til að gefa makanum og unganum tækifæri að þekkja einstaklinginn jafnvel frá mikilli fjarlægð eða í stórum hávaðasömum fuglaflokki. Á svipaðan hátt er hver manneskja, hver rödd í samfélagi einstök og má átta sig á hvað hún getur gefið til sinna nánustu og til fólks sem hún á eftir að kynnast í gegnum lífshlaupið sitt.
Góð kirkja lifir á öllu sem einstaklingurinn kemur með inn í hópinn.
Ekki bara söng – en syngjum saman í sorg og gleði, það er mjög gaman og frelsandi!
Auk þess er keisaramörgæs (næstum) pílagrímur. Hún fer þúsundir kílometra fótgangandi, bara til þess að finna sér maka, og síðan aftur til að finna pláss hvar hægt er að veiða mat fyrir ungana. Nú hefur mannfólk nútímans vonandi fleiri áhugamál en bara að finna sér maka. En það getur verið gott að fara í andlegt ferðalag til að átta sig á hvað skiptir mann mesta máli í lífinu og hvað nærir mann og fjölskyldu manns (bæði í efnislegum og andlegum skilningi).
Ennfremur má taka fram að mörgæs er mjög sérhæf lífvera, fær um að labba langar leiðir á ís (mun hægari og rólegri en önnur dýr), að einangra sig frá kuldanum og að synda endalaust með hreyfingum sem minna á flug í vatni.


Þýsk vinkona mín benti mér á uppistand á YouTube, þar sem titilinn má þýða sem “Mörgæsagrundvöllurinn hans Herra Hirschhausen.” Hirschhausen fjallar m.a. um að mörgæsin notar alltaf serhæfni sína í umhverfi sínu, myndi sennilega ekki lifa af í eyðimörkinni en reynir hinsvegar ekki að breytast í gíraffa með sálfræðihjálp. Fólk reynir hinsvegar of oft að kreista sjálft sig inn í einhver form sem hentar ekki hæfileikum og bestu lífsskilyrðum manns.
Í gæðakirkju verður manni mætt á eigin forsendum og allir geta haft áhrif á safnaðarlífið og mótað umhverfið með eigin sérfærni og hæfileikum.

Síðast en ekki síst er mörgæsin táknmynd loftslagsbreytinga og umhverfisverndar. Ég man ennþá eftir rúmlega tíu ára gamalli auglýsingu sem vildi fá fólk í Evrópu til að nota frekar lestina en einkabíl:
Það var teikning af ótal mörgæsum að fara í kröfugöngu með skilti sem kallaði eftir átaki í að minnka kolefnisútblástur. (Aftur, mörgæs og menn eru ekki svo ólík…).
Nýlega kom fram í fréttum að jöklarnir á Suðurskauti bráðna hraðar en maður getur séð á yfirborði, því að ferlið byrjar inn undir jökli. Það er verkefni okkar að gera okkar besta að leita undir yfirborðinu, bæði hjá mannfólki og í öllum vandamálum og verkefnum.
Gefum okkar tíma til að vera umburðarlynd við hvert annað og hnöttinn okkar. Eins og mörgæs í storminum getum við gert mjög litið ein, en svo mikið meira ef við vinnum saman.