Næsta sunnudag, þann 19. maí verður messa kl. 11 í Laugarneskirkju.
Umfjöllunarefni dagsins eru í anda júróvisjón, andstæðurnar kærleikurinn annars vegar og hatrið hins vegar.
Lögreglukórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn Matthíasar Baldurssonar.Organisti; Arngerður María Árnadóttir
Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Að sjálfsögðu er messukaffi á eftir.
Verið hjartanlega velkomin !