Trú, von og framtíð íslenska lýðveldisins

by Jun 24, 2019Blogg, Forsíðufrétt, Prédikun

Dr. Svanur Kristjánsson, professor emiritus, prédikaði við útimessu í Laugardal 17. júní:

Í dag 17. júní ætla ég að ræða um trú og von. Fyrst um mitt trú­ar­upp­eldi vestur á fjörð­um. Síðan um íslenska lýð­veldið og hvernig sér­hvert siðað og far­sælt sam­fé­lag nær­ist á sam­eig­in­legri von og fyr­ir­heit­um. Sér­hver ein­stak­lingur og sér­hvert sam­fé­lag þarf á and­legum verð­mætum að halda. Íslenska lýð­veldið þarf að byggja á fal­leg­um, sam­eig­in­legum hug­sjón­um.

Faðir minn Krist­ján J. Jóns­son var sjó­maður og lengi skip­stjóri á fiski­bát­um. Náfrændi minn var sjó­mað­ur. Afar mínir í báðar ættir voru sjó­menn.

Æsku­draum­ur­inn var að fara til sjós strax og ég hafði aldur til og skip­stjóri eins og faðir minn. Þessi æsku­draumur rætt­ist ekki. Ég var ein­fald­lega mjög sjó­veik­ur. Þið vitið sem þá reynslu hafið að sjó­veiki er ekk­ert grin: Getur valdið nán­ast óbæri­legri van­líð­an, ógleði og upp­söl­um. Ég vissi einnig að ég myndi senni­leg­ast ekki verða laus við sjó­veik­ina. Faðir minn fann til sjó­veiki alla tíð í vondum veðrum þó hann léti það ekki hamla sínu starfi.

Hinn æsku­draum­ur­inn var að verða trú­boði þegar ég væri ekki á sjón­um. Ástæðan var ein­föld: Ég hlaut gott trú­ar­legt upp­eldi. Allt í kringum mig var trúað fólk. Við krakk­arnir voru fermd í þjóð­kirkj­unni en trú­ar­gleðin kom frá barna­starf­inu í Hvíta­sunnu­söfn­uð­inum og Hjálp­ræð­is­hern­um. Þar var söngur og gleði. Fólk sem ekki not­aði trú sína til að upp­hefja sjálfan sig yfir aðra. Trúin var ein­fald­lega hluti af líf­inu einkum þegar mikið lá við. Fólk stóð and­spænis sjúk­dóm­um, sjáv­ar­háska, óveðrum og snjó­flóð­um. Djúpið gaf og Djúpið tók.

Djúpið , Gull­kistan, var ein feng­sæl­ustu fiski­mið lands­ins en hafið getur einnig orðið lífs­hættu­legt. Faðir minn las aldrei í Bibl­í­unni og sótti ekki messur nema á Sjó­manna­dag­inn og á Aðfanga­dag jóla. Hann var málglaður maður og hafði yndi af sögum en ég heyrði hann hins vegar aðeins tvisvar tala um trú sína.

Fyrra skiptið var frá­sögn af því þegar hann 16 ára gam­all var til sjós og skyndi­lega brast á óveð­ur. Allt laus­legt í bátnum var bundið nið­ur. Skip­stjór­inn var einn í brúnni við stýrið en háset­arnir voru í lúk­arn­um. Áhöfnin beið dauða síns. Bát­ur­inn myndi far­ast. „Hvað gerðuð þið” spurði ég föður minn og hann svar­aði: „Við fórum í koj­urn­ar. Breyddum yfir okkur sæng og fórum með Fað­ir­vor­ið.”

Hitt skiptið sem faðir minn tal­aði um trú var þegar útséð var um sjó­mennsku mína. Fór fyrst í mennta­skóla og síðar til náms í Banda­ríkj­un­um. Þegar ég var að fara sagði faðir minn við mig: „Og mundu það Svanur minn að þú ert aldrei einn.”

Trú sner­ist sem sagt um að treysta; að lífið sé ferða­lag í fylgd verð­mæta sem mölur og ryð fá ekki grand­að; að öðl­ast hlut­deild í verð­mætum sem ekki eru af þessum heimi. Verð­mætum sem ekki eru áþreif­an­leg en samt óhagg­an­leg í eilífum sann­indum um grund­völl mann­legrar til­veru.

Í helgri bók, Bibl­í­unni, er trúin ein­ungis skil­greind á einum stað. Þar stendur skrif­að:

„Trúin er full­vissa um það sem menn vona, sann­fær­ing um þá hluti sem ekki er auðið að sjá.” (Heb 11.1)

Ég vildi verða trú­boði til að miðla trú minni til ann­arra.

Sann­leik­ur­inn um ein­stak­linga og sam­fé­lag

Síðar varð ég fræði­maður og háskóla­kenn­ari. Ég varð hvorki sjó­maður eða trú­boði. Ég hygg hins vegar að æsku­draumar mínir tveir end­ur­spegli djúp sann­indi – ekki ein­göngu um mitt líf heldur um líf okkar allra bæði sem ein­stak­linga og sam­fé­lags.

Þarfir okkar allra eru hinar sömu: Hver sem er: hvenær sem og hvar sem er. Ann­ars vegar þurfum við efn­is­leg verð­mæti. Við Íslend­ingar þurfum sjó­menn og alls konar atvinnu­grein­ar. Við þurfum vinnu í víðum skiln­ingi hvort sem er launuð eða ólaun­uð. Okkur hefur oft gengið vel að skapa efn­is­leg verð­mæti. Fyrir það skulum við vera þakk­lát. En við þurfum einnig trú. Við þurfum að geta treyst hvort öðru. Sér­hvert siðað sam­fé­lag þarfn­ast sam­fé­lags­sátt­mála. Þar eru til­greind hvers konar sam­fé­lag við viljum vera; hver eru okkar mark­mið. Hverjar eru okkar sam­fé­lags­legar skyldur og hver eru okkar rétt­indi. Á grund­velli sam­fé­lags­sátt­mála eru síðan sett grund­vall­ar­lög sem venju­lega eru nefnd stjórn­ar­skrá þjóð­fé­lags­ins.

Það er gömul saga og ný að þeim sam­fé­lögum – jafn­vel heims­veld­um– er hætta búin sem ekki leggja rækt við sina sið­ferði­lega und­ir­stöðu og sam­eig­in­leg verð­mæti. Van­traust, tor­tryggni og stjórn­lausar deilur naga rætur slíks þjóð­fé­lags ekki síst á tímum eins og okkar þegar allri til­veru lífs á jörð­inni er ógnað og nauð­syn­legt er að sam­ein­ast um mark­vissar mót­væg­is­að­gerð­ir.

Algjör­lega stöðugt ástand er yfir­leitt ekki í boði. Hvað þá heldur þegar áföll dynja yfir. Áföll breyta lífi ein­stak­linga og til­veru sam­fé­laga. Ekk­ert verður eins og áður. Tveir og ein­ungis tveir kostir eru í boði:

  1. Áfall veldur bit­ur­leika og sjálfseyð­ingu. Því sem áður var hægt að treysta er ekki lengur hægt að treysta. Von­leysi grípur um sig. Þjóð­fé­lög læs­ast inn í víta­hring nei­kvæðrar þró­un­ar. Van­traust og reiði truflar eði­lega starf­semi þjóð­fé­lags og stjórn­mála sem aftur eykur enn á almennt van­traust og reiði.
  2. Áfall kallar á glögga sýn á það sem gerst hef­ur. Æðru­leys­is­bænin er gott vega­nesti:

„Guð, gefðu mér æðru­leysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli.“

Hér og nú á þjóð­há­tíð­ar­degi Íslend­inga 17. júní skulum við und­an­bragða­laust horfast í augu við nokkrar stað­reyndir um íslenska lýð­veldið sem stofnað var 1944. Ísland varð full­valda ríki 1918. Í meir en 100 ár höfðum við ráðið okkur sjálf. Í 75 ár höfum við haft hér lýð­veldi.

Íslenska lýð­veldið í djúpum vanda

Hér eru þrjár stað­reyndir um ástand íslenska lýð­veld­is­ins:

  1. Íslenska lýð­veldið er djúpum vanda. Almennt ríkir van­traust og tor­tryggni í garð stjórn­mála, opin­berra stofn­ana og fjár­mála­stofn­ana.  Þannig sýnir nýleg könnun Gallup að 67% svar­enda telja spill­ing vera alvar­legt vanda­mál í íslenskum stjórn­málum og stjórn­sýslu sam­an­borið við 14% í Sví­þjóð, 15% í Dan­mörku, 77% í Úkra­ínu, 80% í Rúss­landi og 86% á Ítal­íu. Sam­kvæmt nýrri könnun MMR treysta 18% svar­enda Alþingi – og það fyrir síð­ustu upp­á­komur á lög­gjaf­ar­sam­komu þjóð­ar­inn­ar. Í Nor­egi treysta tveir þriðju kjós­enda sínu lög­gjaf­ar­þingi.
  2. Ein aðal­or­sök van­trausts­ins er Hrunið 2008. Í hugum þorra Íslend­inga afhjúpaði Hrunið bitran sann­leika um eigið þjóð­fé­lag. Heimskreppa eða styrj­aldir voru ekki þar orsaka­vald­ar. Leið­ar­ljós íslenskra ráða­manna voru sér­hags­munir hinna ríku og vold­ugu. Spill­ing, van­hæfni, fúsk og frænd­hygli stjórn­aði gerðum valda­fólks í stjórn­mál­um, fjár­mála­kerfi og opin­berum stofn­un­um. Nákvæm­lega þeim sem almenn­ingur treystir ekki í dag.
  3. Meir en tíu árum eftir Hrun erum stödd í nei­kvæðri þróun íslensks lýð­ræðis og rétt­ar­rík­is. Gleymum ekki upreist æru kyn­ferð­is­af­brota­manna; eitr­uðu sam­spili fjár­mála, við­skipta­lífs og stjórn­mála; geð­þótta­á­kvörð­unum ráða­manna við skipan dóm­ara í Lands­rétt; úrræða­leysi Alþingi við sjálftöku Alþing­is­manna og sið­ferð­is­brest­um; Klaust­ur­mál­ið.

Að mínu mati eru samt ein mesta ógæfa Íslands fólgin í með­ferð stjórn­ar­skrár­máls­ins og þess að hafa hvorki Sam­fé­lags­sátt­mála eða nýja stjórn­ar­skrá. Við búum enn við stjórn­ar­skrá sem í grund­vall­ar­at­riðum er byggð á stjórn­ar­skrá kon­ungs­rík­is­ins Dan­mörku – frá 1849.

Nýr sam­fé­lags­sátt­máli

Margar rétt­ar­bætur koma erlendis frá hvort sem er frá Evr­ópu­sam­band­inu í gegnum samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið. Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn í Strass­borg eða alþjóð­lega sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. Íslenskir ráða­menn streit­ast oft á móti eins og þeir geta.

Sem betur fer höfum við samið nýjan Sam­fé­lags­sátt­mála og nýja stjórn­ar­skrá. Fyrst var haldin þjóð­fund­ur; síðan kosið Stjórn­laga­þing. Stjórn­laga­ráð skil­aði góðu verki. 20. októ­ber 2012 var haldin þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla þar sem mik­ill meiri­hluti sam­þykkti meg­in­at­riði nýrrar stjórn­ar­skrár. Alþingi er ekk­ert að van­bún­aði að afgreiða nýju stjórn­ar­skránna eftir breyt­ingar sem mætti gera án þess að raska meg­in­at­riðum frum­varps­ins. Munum að engin af und­an­förnum hneyksl­is­málum hefði komið upp væri nýja stjórn­ar­skráin í gildi.

Ég legg til að við hættum að deila um for­tíð­ina í stjórn­ar­skrár­mál­inu.

Við getum ekki breytt hinu liðna. Það er ekki á okkar valdi. Það er hins vegar á okkar valdi að við­ur­kenna í verki að íslenska lýð­veldið verður ekki byggt upp  nema á grund­velli trúar og vonar – nema að við setjum okkur sam­eig­in­leg mark­mið. Ákveðum hvers konar þjóð­fé­lag við viljum hafa í nútíð og fram­tíð. Við getum ekki látið sér­hags­muna­hópa ráða áfram för. Við þurfum nið­ur­stöðu í deilum um Sam­fé­lags­átt­mála og nýja stjórn­ar­skrá. Enda­lausar deilur um grund­vall­ar­lög og leik­reglur hafa til óþurftar markað sögu íslenska lýð­veld­is­ins.

Við þurfum lýð­veldi sem á sér draum því eins og þjóð­skáldið Hannes Pét­urs­son yrkir:

„Og við stóð­umst ekki án drauma

neinn dag til kvölds. …. “

Á þessum sól­skins­degi skulum við strengja þess heit að næsta 17. Júní árið 2020 – á 100 ára afmæli jafns kosn­inga­réttar kvenna sem karla – skuli hafa tekið gildi nýr Sam­fé­lags­sátt­máli og ný stjórn­ar­skrá.

Mikið afskap­lega eru nú Aðfar­ar­orðin – Nýi sam­fé­lags­sátt­mál­inn – að nýju stjórn­ar­skránni fal­legur og ljóð­rænn texti:

„Við sem byggjum Ísland viljum skapa rétt­látt sam­fé­lag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur upp­runi okkar auðgar heild­ina og saman berum við ábyrgð á arfi kyn­slóð­anna, landi og sögu, nátt­úru, tungu og menn­ingu.

Ísland er frjálst og full­valda ríki með frelsi, jafn­rétti, lýð­ræði og mann­rétt­indum að horn­stein­um.

Stjórn­völd skulu vinna að vel­ferð íbúa lands­ins, efla menn­ingu þeirra og virða marg­breyti­leika mann­lífs, lands og líf­rík­is.

Við viljum efla frið­sæld, öryggi, heill og ham­ingju meðal okkar og kom­andi kyn­slóða. Við ein­setjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virð­ingu fyrir jörð­inni og öllu mann­kyni.

Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórn­ar­skrá, æðstu lög lands­ins, sem öllum ber að virða.”

Á grunni þessa sam­fé­lags­sátt­mála getur fram­tíð íslenska lýð­veld­is­ins orðið björt og far­sæl.