Útimessa á hvítasunnudag

by Jun 4, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Á hvítasunnunni fagnar kirkja Krists á jörð afmæli sínu. Við í Laugarneskirkju höldum upp á daginn með útimessu í tóftum hinnar fornu Laugarneskirkju kl. 20 að kvöldi hvítasunnudags.

Tóftirnar eru við mót Sæbrautar og Klettagarða (sjá kort).

Í Laugarnesi hefur verið kirkja frá 13. öld og minnumst við því
með staðarvalinu stofnun heilgrar kirkju í faðmi sögu okkar sjálfra .

Gengið verður frá Laugarneskirkju kl. 19:40, en einnig er hægt að mæta beint á staðinn sjálfan kl. 20.

Fermingarbörn ársins 2020 eru sérstaklega boðin velkomin og hvött til að mæta.

Sr. Davíð Þór Jónsson og sr. Hjalti Jón Sverrisson leiða stundina og leika létta og aðgengilega tónlist á gítar og ukulele.

Gleðistund í gefandi umhverfi og góðum félagsskap.

Við vonumst til að sjá sem flesta.