Ljóðamessa

by Jul 31, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Helgihald í Laugarneskirkju hefst á ný eftir sumarleyfi 4. ágúst 2019 með óhefðbundnum hætti. Boðið verður til ljóðamessu. Ljóðamessa er guðsþjónusta hins talaða orðs – án tónlistar. Í stað hennar verður kveðskapurinn nakinn látinn njóta sín. Skáld munu heiðra okkur með nærveru sinni og lesa úr ljóðum sínum. Að þessu sinni verða það þau Bubbi Morthens, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Ingunn Snædal og Valdimar Tómasson sem flytja ljóð.

Athugið að stundin verður á óhefðbundnum tíma, kl. 20.00.

Í ágústmánuði verða kvöldmessur á sunnudögum kl. 20, en strax 1. september hefst hefðbundið helgihald á sunnudögum kl. 11.