Þú ert skjól mitt,
verndar mig í þrengingum,
bjargar mér, umlykur mig fögnuði.
(Slm.32:7)


Sunnudaginn 1. september næstkomandi verður guðsþjónusta í Laugarneskirkju kl.11:00, sr. Hjalti Jón þjónar ásamt messuþjónum við stundina og Elísabet Þórðardóttir leiðir tónlistina ásamt Kirkjukór Laugarneskirkju.

Þennan sunnudag verður einnig fyrsti sunnudagaskóli vetrarins! Alda Særós, Garðar og Gísli munu taka á móti hópnum og skapa með þeim stórskemmtilega stund.

Að lokinni messu og sunnudagaskóla verður messukaffið að sjálfsögðu á sínum stað. Það verður gott að sjást aftur eftir sumarið í messukaffinu, spjalla saman og hvíla í nærveru.

Klukkan 12:15 verður boðið í Eina krónu mót við kirkjulóðina, en leikar munu hefjast hjá fánastönginni. Verum hjartanlega velkomin!