Sunnudagaskólinn í Laugarneskirkju

by Aug 26, 2019Blogg, Forsíðufrétt

Sunnudagaskólinn okkar í Laugarneskirkju fer af stað 1. september næstkomandi.

Í vetur mun frábær hópur af sunnudagaskólakennurum leiða samverurnar og við fáum að venju góðar heimsóknir frá Rebba, Mýslu og fleiri skemmtilegum brúðum.
Hver veit nema Gunnar Trúður kíki í heimsókn?

Allar samverustundir hefjast í kirkjunni kl.11:00 áður en sunnudagaskólahópurinn heldur af stað í safnaðarheimilið og tekur þátt í dagskrá sem einkennist af leikjum, söng og fjöri í bland við sögur, bænalíf og kyrrð.

Í Laugarneskirkju leggjum við áherslu á lifandi samfélag þar sem við getum mætt, hvert og eitt, akkurat eins og við erum; sama hvaða aldri við erum á, sama hvaðan við komum og hvert við erum að fara.

Sama hvað, þá er Laugarneskirkja góður staður til að verja tíma í viku hverri.
Fátt jafnast á við að sitja í messukaffinu með kirkjudjúsglas eða kaffibolla, lita mynd, spjalla, slaka á. Draga andann að sér og njóta þess að vera.

Við hlökkum til að vera með ykkur í vetur! Verið hjartanlega velkomin!