Foreldramorgnar í Laugarneskirkju

by Sep 23, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Í vetur er boðið upp á foreldrasamveru í Laugarneskirkju eins og undanfarin ár. Stundin er á miðvikudögum á milli 10 og 12 og er í safnaðarheimili kirkjunnar. Gengið er inn í kjallarann að norðanverðu.

Foreldrar ungbarna eru hvattir til að koma og nýta sér þessar samverustundir. Þær eru kjörinn vettvangur til að kynnast öðrum ungbarnaforeldrum í hverfinu og skiptast á reynslu og upplýsingum yfir kaffibolla, til að skipta um umhverfi og hitta fólk. Öðru hverju koma auk þess góðir gestir í heimsókn og spjalla um hvaðeina sem varðar velferð hvítvoðunga eða annað áhugavert.

Stundirnar eru á vegum Ás- og Laugarnessókna og eru í umsjá Klöru Arnalds. Klara er sjálf foreldri í Laugarneshverfi og móðir barns á Leikskólanum Hofi.

Fyrsta samveran verður miðvikudaginn 25. september og síðan vikulega í kjölfarið.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur!