Íhugunarguðsþjónusta, sunnudagskvöldið 22. september.

by Sep 19, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt

Við vekjum athygli á því að næstkomandi sunnudagsmorgun verður messa og sunnudagaskóli á sínum stað kl.11:00 í Laugarneskirkju. Auk þess verður íhugunarguðsþjónusta í boði um kvöldið, kl.20:00. Hér fyrir neðan er stutt kynning á íhugunarguðsþjónustunum:

Hver sem þú ert, hvaðan sem þú kemur og hvert sem leið þín liggur – vertu velkomin/n í samfélag andans í íhugunarguðsþjónustu í Laugarneskirkju, sunnudagskvöldið 22. september kl.20:00.

Lögð er áhersla á einfaldleika, iðkun og kyrrð.
Sr. Henning Emil Magnússon og sr. Hjalti Jón Sverrisson leiða þjónustuna.

Stundin getur reynst tilvalinn undirbúningur og næring fyrir komandi viku. Verið velkomin.

Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.
(Préd.4:6)