Samtal um nokkur aðalatriði – Þrjú kvöld með Bjarna Karlssyni

by Sep 22, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Nú í haust fær söfnuðurinn í Laugarnesi heldur betur góða gjöf, en fyrrum sóknarprestur okkar, sr. Bjarni Karlsson, mun halda þrjú erindi í safnaðarheimili kirkjunnar.

Hér fyrir neðan má sjá frekari kynnningu á kvöldunum, en fyrst gefum við Bjarna orðið:
,,Nú hef ég verið við rannsóknarnám í siðfræði í sex ár sem brátt er að ljúka. Á sama tíma hef ég helgað mig sálgæslu og ráðgjöf á eigin stofu og ætla að halda því áfram. Þetta hefur verið góður og gefandi tími sem ég er þakklátur fyrir. Nú langar mig að færa mínum gamla söfnuði þá litlu þakkargjöf að halda þrjú fræðsluerindi í safnaðarheimili Laugarneskirkju um sitthvað sem ég hef lært umliðin ár. Þetta verður einhver blanda af sálgæslutengdu efni og vistkerfissiðfræði sem ég vona að fólk hafi ánægju af að heyra og hugsa með mér.”

Samtal um nokkur aðalatriði
Bjarni Karlsson prestur og doktorsnemi í siðfræði fjallar um vistkerfismál og gæði í ástarsamböndum.
Árni Heiðar Karlsson opnar umræðuna með píanóleik.

Miðvikudagur 25. sept. 19:30 – 21:00
Ég er að biðja þig um að vera með mér hérna?” segir hún og hann þegir. 
Hvers vegna þegja karlmenn?

Miðvikudagur 23. okt. 19:30 – 21:00
Hvernig má tryggja virkt samtal í ástarsamböndum? 

Miðvikudagur 27. nóv. 19:30 – 21:00
Er heimurinn að farast?
– Ígrunduð vistkerfissýn Sameinuðu þjóðanna og páfans í Róm.

Gengið inn um dyr safnaðarheimilis Laugarneskirkju.
Frjáls og ókeypis aðgangur.
Gott að koma.