Fjölskylduguðsþjónusta 13.október

by Oct 11, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Þann 13.október næstkomandi verður fjölskylduguðsþjónusta í Laugarneskirkju kl.11:00.
Ung stúlka verður borin til skírnar, við fáum heimsókn frá sunnudagaskólanum, ungt fólk úr hverfinu flytur tónlist og við munum meðal annars velta fyrir okkur tengslum okkar við náttúruna.
Rifja upp dýrmætar minningar sem við eigum hvert og eitt úr náttúrunni. Vel við hæfi nú á árstíðarskiptum, þegar laufblöðin skarta öllum þessum ólíku og fögru litum og við erum minnt á hinu eilífu hringrás lífsins.
Sr. Hjalti Jón þjónar og Elísabet tónlistarstjóri leiðir tónlistina.
Verið öll hjartanlega velkomin!

Við endum hér á þessari fallegu bæn, sem gefur góðan tón inn í helgina:
Gæt þessa dags því hann er lífið, lífið sjálft.
Í honum býr allur veruleiki og sannleikur tilverunnar,
unaður vaxtar og grósku, dýrð hinna skapandi verka, ljómi máttarins.
Því að morgundagurinn er hugboð og gærdagurinn draumur.
En þessi dagur í dag, sé honum vel varið,
umbreytir hverjum gærdegi í verðmæta minningu
og hverjum morgundegi í vonarbjarma.
Gæt því vel þessa dags.