Gospelgleði í Félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12

by Oct 23, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Síðastliðið mánudagskvöld, þann 21.október, var mikil stemmning í Félagsheimili Sjálfsbjargar þegar haldið var gospelkvöld.
Gospelkvöldin hafa fyrir löngu síðan stimplað sig rækilega inn sem mikilvægur þáttur í félagslífinu á svæðinu og skipar dýrmætan sess í safnaðarstarfi kirkjunnar.
Það var því mikið gleðiefni þegar Brynja hússjóður styrkti starfið nýlega, sem tryggir og eflir áframhaldandi starf.
Frumkvöðlastarf Þorvaldar Halldórssonar, Margrétar Scheving, Guðrúnar Þórsdóttur og fleiri lifir því enn góðu lífi!

Nú á mánudaginn leiddi Kristján Hrannar okkur í söng og lék listilega á rafmagnspíanóið. Tónlistarkonan Bríet kíkti í heimsókn og tók lagið, meðal annars óútgefið lag, Esjan er falleg.
Sr. Davíð Þór var með hugvekju og mannræktarfélagið Gospelvinir hélt fallega utan um stundina. Mikil og góð stemmning skapaðist og er fólk strax farið að hlakka til næstu samveru í Félagsheimili Sjálfsbjargar.