Messa, sunnudagaskóli og íhugunarguðsþjónusta, sunnudaginn 20.október.

by Oct 17, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Sunnudaginn 20.október verður messa í Laugarneskirkju kl.11.
Sr. Davíð Þór þjónar ásamt messuþjónum. Elísabet Þórðardóttir leiðir tónlistina, Raddbandafélagið syngur og eins kemur fram Halldóra Björg Guðmundsdóttir.
Sunnudagaskólinn verður að sjálfsögðu á sínum stað og má lofa góðri stemmningu þar!

Um kvöldið, kl.20:00, verður íhugunarguðsþjónusta í kirkjunni:

,,Hver sem þú ert, hvaðan sem þú kemur og hvert sem leið þín liggur – vertu velkomin/n í samfélag andans í íhugunarguðsþjónustu sunnudagskvöldið 20. október næstkomandi.

Lögð er áhersla á einfaldleika, iðkun og kyrrð.
Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sr. Henning Emil Magnússon og sr. Hjalti Jón Sverrisson leiða þjónustuna.

Stundin getur reynst tilvalinn undirbúningur og næring fyrir komandi viku, en hún hefst kl.20:00. Verið velkomin.”