Fjölskylduguðsþjónusta & aðventubíó 1.desember

by Nov 28, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Kæru vinir, það er nóg um að vera í Laugarneskirkju nú þegar aðventan gengur í garð.

Þann fyrsta í aðventu komum við saman í kirkjunni kl.11:00 þar sem verður fjölskylduguðsþjónusta. Hlý og notaleg stund fyrir alla, þar sem við horfum sérstaklega til þeirra sem yngri eru. Nemendur úr Tónskóla Sigursveins flytja fyrir okkur tónlist, Rebbi refur kíkir í heimsókn og við kveikjum að sjálfsögðu á fyrsta aðventukertinu, svo eitthvað sé nefnt.
Sr. Davíð Þór og sr. Hjalti Jón leiða stundina ásamt ungleiðtogum og messuþjónum.

Síðar, sama dag, verður boðið upp á aðventubíó fyrir alla fjölskylduna í safnaðarheimili Laugarneskirkju kl.14:00. Hjalti Jón hefur umsjón með verkefninu ásamt ungleiðtogum.
Popp & kirkjudjús í boði. Þá er líka boðið upp á liti og föndur á meðan á samverunni stendur.
Verið hjartanlega velkomin!