Haustferð í Hveragerði

by Nov 15, 2019Blogg, Forsíðufrétt, Fréttir

Haustferð OPNA HÚSSINS,
 fimmtudaginn 21. nóvember 2019

Lagt verður af stað frá Áskirkju kl. 11:30 og er áætluð heimkoma um kl. 16:00.

Farið verður til Hveragerðis.
Hádegisverður snæddur á veitingahúsinu Skyr. Hveragerðiskirkja heimsótt þar sem sr. Gunnar Jóhannesson sóknarprestur tekur á móti hópnum. Stutt viðkoma í Álnavörubúðinni áður en haldið er heim á leið.

  • Kostnaður er 4.000 krónur.
  • Tekið er við greiðslu við brottför.
  • Innifalið er rútuferð og hádegisverður.

Skráning í ferðina er hjá Berglindi kirkjuverði í Áskirkju í síma: 581 4035 og
Önnu Siggu í síma: 861 3843