Jólaball, aðventubíó & íhugunarguðsþjónusta, sunnudaginn 8.desember.

Áfram líður aðventan, við njótum hennar í kirkjunni.
Sunnudaginn 8.desember verður hægt að upplifa fjölbreytt helgihald, samfélag andans á sér svo margar myndir.

Jólaball Laugarneskirkju verður kl.11:00. Við hefjum stundina upp í kirkju, í framhaldinu dansað og sungið í kringum jólatréð. Góðir gestir kíkja í heimsókn. Elísabet organisti, sr. Hjalti Jón, sunnudagaskólakennarar og ungleiðtogar kirkjunnar leiða samveruna.

Kl.14:00 verður boðið upp á aðventubíó í safnaðarheimilinu. Að þessu sinni verður horft á Harry Potter. Við bjóðum börn- og unglinga í Laugarneshverfi sérstaklega velkomin.

Íhugunarguðsþjónusta verður kl.20:00. Fólki er boðið að mæta fyrr, kl.19:30 verður boðið upp á ekta kakó frá Gvatemala.
Áhersla er lögð á kyrrð, íhugun, söng, samfélag. Bylgja Dís, sr. Henning Emil og sr. Hjalti Jón leiða stundina.

Við leitumst við að vera hvort öðru ljós á aðventunni.

Láttu svo kertið þitt lýsa um geim
loga í sérhverjum glugga.
Þá getur þú búið til bjartari heim
og bægt frá þér vonleysisskugga.
– úr ljóðinu Aðventa, eftir Hákon Aðalsteinsson.

Verið velkomin í Laugarneskirkju á aðventunni. Guð gefi okkur góða helgi!