Jólaball Laugarneskirkju

by Dec 3, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Jólaball Laugarneskirkju, 8. desember kl.11:00.

Stundin hefst á stuttri samveru upp í kirkju sem sr. Hjalti Jón og Elísabet tónlistarstjóri kirkjunnar leiða.
Í framhaldinu verður haldið niður í safnaðarheimili Laugarneskirkju og sungið og dansað í kringum jólatré. Hressir sveinar líta við, komnir snemma til byggða, sérstaklega til að hitta alla vini sína í Laugarnesinu.

Að loknu ballinu verður boðið upp á svala- og kókómjólk fyrir þau yngri, kaffi- og te fyrir þau eldri og smákökur fyrir alla.
Hlý og skemmtileg samvera fyrir alla aldurshópa, verið hjartanlega velkomin!