Jólastund barnanna á aðfangadag kl. 16

by Dec 20, 2019Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Við komum saman í Laugarneskirkju kl.16:00 á aðfangadag til þess að líta helgi jólanna með augum barnsins. Löng hefð er fyrir því að börn og fullorðnir komi saman á þessum tíma í kirkjunni og er þetta yndisleg leið til að hefja jólahátíðina. Börnin munu setja upp jólaguðspjallið í einföldum helgileik, við syngjum saman og eigum hlýtt og notalegt samfélag.

Það eru sr. Davíð Þór, sr. Hjalti Jón og Elísabet Þórðardóttir, tónlistarstjóri kirkjunnar, sem leiða stundina og eru allir hjartanlega velkomnir, ungir sem aldnir.

Þeir sungu “hallelúja” með hátíðarbrag,
“nú hlotnast guðsbörnum friður í dag”,
og fagnandi hirðarnir fengu að sjá
hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.