Æskulýðsdagurinn 1.mars 2020

by Feb 27, 2020Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Sunnudaginn 1.mars næstkomandi kl.11:00 höldum við æskulýðsdaginn hátíðlegan í Laugarneskirkju.
Ungt fólk verður í aðalhlutverki, en meðal þeirra sem koma fram og flytja tónlist verða Skólahljómsveit Austurbæjar, Helena Björg Arnarsdóttir og systurnar Unnur og Ragnheiður Thorarensen Skúladætur.
Ungleiðtogar Laugarneskirkju munu taka virkan þátt í helgihaldinu og þjónustunni þennan sunnudag en eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á skemmtilega leiki í safnaðarheimilinu ásamt því að tekist verður á við spennandi föndurverkefni þegar við ætlum að mála og föndra saman altarisdúk sem verður nýttur áfram í helgistundum.
Þetta skemmtilega verkefni mun reyna á hinn góða samfélags- og samstarfsanda sem við eigum, en um innblásturinn að verkefninu má lesa hér:
https://www.kirkjan.is/frettir/frett/2020/02/12/Margt-bralla-bornin-i-kirkjunni/
Sr. Hjalti Jón og Elísabet organisti munu leiða þjónustuna ásamt þessum öfluga hópi ungs fólks.

Verið velkomin í Laugarneskirkju!