Samfélag & þakklæti: 10.pistill – Emma Eyþórsdóttir, Þorsteinn Jónsson & Davíð Þór Jónsson

by Mar 26, 2020Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir, Pistill

Pistill dagsins er í óhefðbundnari kantinum: Emma Eyþórsdóttir og Þorsteinn Jónsson flytja okkur lagið Lofsöngur um æðri mátt, sem upphaflega kallaðist End of the world og Skeeter Davis flutti eftirminnilega.
Nú hefur Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur Laugarneskirkju, sett saman fallegan íslenskan texta við lagið.

Lofsöngur um æðri mátt

Regn sem á foldina fellur,
flögrandi býflugna suð,
sandauðn hljóð og söngfuglsins ljóð
er sinfonía eftir Guð.

Brimið sem bylur á ströndu,
brakandi, nýfallinn snjór,
angurvær hinn ómþýði blær,
allt á það rödd í Drottins kór.

Og litadýrð ég lít á hverju hausti
með ljós og skugga stígandi dans
við laufanna skart sem logandi bjart
fær líf á striga skaparans.

Hví skyldi angra mig efi,
óvissa leika mig grátt?
Allt sem ég lít, þetta líf sem ég nýt,
er lofsöngur um æðri mátt.