Samfélag & þakklæti – 23.pistill: Toshiki Toma

by Apr 8, 2020Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir, Pistill

Þakklæti og ófundin náð

Orðið ,,þakklæti” heyrist mjög oft í hversdagslífi okkar. Það er jú mikilvægt orð. Fyrir mig sjálfan er ,,þakklæti” helmingur stærra hugtaks.
Hinn helmingurinn er ,,náð”.
,,Þakklæti” og ,,náð” eru par í huga mínum og þau móta óaðskilið hugtak um sambandið milli Guðs og mín, þín eða hvaða manneskju sem er.

Guð gefur okkur náð sína og náðin birtist á mismunandi hátt í lífi okkar.
Þegar við erum meðvituð um náðina og þiggjum, þökkum við Guði fyrir hana.
Ef við erum ekki meðvituð um náðina, þá þökkum við ekki sérstaklega fyrir auðvitað.

Við þökkum mjög vel þegar við vitum að ákveðin manneskja er búin að gera betri gjörð fyrir okkur meira en hún þarf. Við munum þakka þeirri manneskju innilega og hjartanlega.

Einnig þökkum við jafnvel einhver maður gerir eitthvað fyrir okkur sem skyldu manns eins og t.d. þegar við notum taxí eða þegar við förum til tannlæknis. Auðvitað greiðum við fyrir þjónustu sem við þiggjum, en þakklæti okkar innifelur í sér ,,þakkir” fyrir tilvist þjónustuveitanda þegar við þörfnumst þjónustu hans.

Ef við finnum til í tönn og getum farið til tannlæknis án tafar, þá munum við skynja eitthvað meira en viðskiptasamskipti. Og það er náð. Venjulega hugsum við ef til vill ekkert til tannlæknis. En þegar við erum með tannpínu, lærum við fyrst að tilvist hans er náð fyrir okkur.

Mér finnst það vera birtingarmynd synda manns að við þekkjum ekki hvers mikil náð umkringur okkur í raun. Oftast tökum við eftir tilveru náðar aðeins þegar við getum fengið einhvern hlut sem svarar brýnni þörf eða skorti eins og aðgerð vegna tannpínu.

Þannig erum við meðvituð um og þekkjum aðeins hluta af náð frá Guði venjulega.
Við þökkum varla fyrir náðina sem okkur er gefin. Syndsamlegt? Jú, kannski.
En þetta er ekki aðalmálið hér. Aðalmálið er það að við þekkjum allt um hana þegar við töpum henni.

Maður þekkir fyrst náð þegar maður tapar henni og maður saknar hennar: þetta er því miður sannleikurinn fyrir flest okkar, þó ekki alla.

Í dag er margt af því sem okkur fannst vera ,,sjálfsagt mál” farið.

Við erum við búin að tapa frelsi að hitta fólk samstarfsfólk, viðskiptavini eða vini í einkalífi. Við erum búin að tapa tækifærinu til að fara í bíó eða horfa á fótbolta.
Við erum búin að tapa áætlunum fyrir páska og  sumarið, og svo framvegis, framvegis.

,,Ég myndi vera að sinna þessu verkefni núna” ,,Ég myndi vera í skemmtunarferð í vikunni” – ef þetta vandamál hefði ekki komið upp… 
Nú skiljum við að það var náð að við gátum tekið í hönd til heilsa manni, gefið vini faðmlag og koss á kyni. Nú skiljum við að það var náð að við gátum hist fyrir starf, umræðu, mótmæli eða skemmtun.

Við þökkuðum ekki sérstaklega fyrir svona hluta, en örugglega þökkum við fyrir þá þegar við fáum þá aftur til baka, þar sem við þekkjum núna að þeir eru náð, sönn náð.

Guð gefur okkur náð á mismunandi hátt, gegnum nátturu, gegnum samfélagi eða gegnum ákveðna manneskju. Og náðin birtist einnig á mismunandi hættum í kringum okkur.

Erum við búin að tapa allri þessari náð?
Nei. Ég held ekki.
Er það ekki náð fyrir okkur að við sjáum svo margt fólk í heilsgæsluþjónustu helga sig stanslaust í erfiðum aðstæðum? Er það ekki náð að margir sjálfboðaliðar eru til í að dreifa mat og öðrum hlutum til heimila eldra fólks?
Er það ekki náð að það er alltaf einhver í samfélaginu sem biður fyrir okkur?

Ekkert af þessu er sjálfsagður hlutur. Náð er alltaf til, þar sem Guð gefur okkur náð sína stanslaust. Hann yfirgefur okkur ekki þó að okkur hafi skort þakklæti til hans.

Nú er líklega sá tími kominn þegar við förum að reyna að finna náð sem við erum ekki búin að finna og þekkja. Þegar við finnum meira og meira fyrir náð frá Guði, margfaldast tækifæri hjá okkur að segja þakklætisorð.

Að lokum langar mig innilega að samhyggjast við fólk sem hefur misst fjölskyldumeðlim og æskuvini af völdum veirunnar eða fólki sem glímir við sjúkdóm sjálft, eins fólki sem hefur misst vinnu sína eða stendur frammi fyrir erfiðum rekstri.   

Á sama tíma þakka ég öllum sem þjóna öðrum óeigingjarnt í þessum aðstæðum, og einnig Laugarneskirkju fyrir þetta tækifæri fyrir pistlaskrif og bænagjörð hennar fyrir þjóðfélagið okkar.
 
Toshiki Toma.