Nú í dymbilviku langar okkur í Laugarneskirkju til að hvetja fjölskyldur í hverfinu til þess að taka þátt í skemmtilegu samfélagsverkefni, sem hefur yfirskriftina ,,VORIÐ KEMUR!”.

Hugmyndin er að börn í hverfinu, með dyggum stuðningi og aðstoð foreldra og forráðafólks, virki listrænar hliðar sínar í eftirfarandi verkefnum:

Þemaverkefni 1: VOR
Við hvetjum ykkur til að fara í göngutúr í hverfinu og taka ljósmynd út frá þemaorðinu ,,vor”.

Þemaverkefni 2: PÁSKAR
Við hvetjum ykkur til að teikna og/eða lita mynd út frá þemaorðinu ,,páskar.”

Við óskum eftir að fá myndir sendar í gegnum e-mail: laugarneskirkja@laugarneskirkja.is, hjaltijon@laugarneskirkja. Skemmtilegt ef fram koma nöfn listamannanna en eins er að sjálfsögðu velkomið að senda nafnlaust ef fólk kýs það frekar.
Myndunum verður síðan deilt á bæði heimasíðu Laugarneskirkju og Facebook síðu.

Þemaorðin eru að sjálfssögðu aðeins leiðbeinandi tillögur; nú er um að gera að virkja ímyndunaraflið og núvitundina.
Ljósmyndarinn sem gengur um hverfið sitt og virðir fyrir sér umhverfið í leit að skemmtilegu myndefni nær að njóta sín í núvitundinni. Það hefur sýnt sig að göngutúrar, gjörhygli og listræn útrás hefur góð áhrif á líkama og sál.
Myndlistarmaðurinn leyfir sköpunarkraftinum að leiða sig áfram og til verður eitthvað nýtt sem gleður og huggar augu og hjörtu.

Góða skemmtun!