Æskulýðsstarf í framkvæmdadvala

by May 5, 2020Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Á dögum samkomubanns var ráðist í miklar framkvæmdir í Laugarneskirkju, en bæði er unnið í kirkjurýminu og safnaðarheimilinu hörðum höndum um þessar mundir.
Framkvæmdir þessar verða til þess að hefðbundið æskulýðsstarf Laugarneskirkju verður áfram í sínum framkvæmdadvala þó margar íþrótta-og tómstundahreyfingar séu að taka við sér á virkari hátt á ný eftir breytingar á samkomubanni þann 4. maí.

Við í Laugarneskirkju hlökkum til þess að taka á móti unga fólkinu í hverfinu okkar í sunnudagaskólanum, kirkjuprökkurum, kirkjuflökkurum, góðverkaklúbbnum, æskulýðsfélaginu og hljómsveitarstarfinu í lok sumars.

Allt gott safnaðarstarf er lifandi og hreyfanlegt.
Við í Laugarneskirkju leitum leiða til að efla starf okkar á þann hátt að það sé til þess að styrkja og virkja fólk á lífsleiðinni, sama hvaða aldri það er á.
Þetta á ekki síst við um æskulýðsstarf okkar en í Laugarneskirkju hefur alla tíð verið lögð á það áhersla að unga fólkið finni sig eiga heima í kirkjunni og sé valdeflt til góðra og gleðilegra verka.
Við fögnum því öllum ábendingum- og hugmyndum sem tengjast æskulýðsstarfinu og má koma þeim áleiðis á laugarneskirkja@laugarneskirkja.is og hjaltijon@laugarneskirkja.is.