Helgihaldi aflýst til og með 14. apríl

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða neyðumst við til að aflýsa öllu áður auglýstu og fyrirhuguðu helgihaldi í Laugarneskirkju til og með 14. apríl.

Þetta gildir einnig um aðra dagskrá, s.s. foreldrasamverur á miðvikudagsmorgnum, félagsstarf eldri borgara í Áskirkju og æskulýðsstarf í Laugarneskirkju.

Næstu þrjá sunnudaga verður kirkjan þó opin á milli kl. 11 og 13, prestar verða á staðnum til spjalls og hver veit nema ljúf tónlist hljómi.

Kyrrðarkvöld á mánudagskvöldum verða einnig áfram en við virðum fjöldatakmörk þar og gætum sérstaklega að því að vanda til smitvarna.

Við minnum á orð Predikarans: “Að faðmast hefur sinn tíma og að halda sér frá faðmlögum hefur sinn tíma.” (Pred 3.5b