Fermingarfræðslan hefst

by Aug 27, 2021Blogg

Fermingarfræðsla vetrarins 2021 – 2022 hefst formlega nk. sunnudagskvöld kl. 20. Kvölguðsþjónusta verður í Laugarneskirkju og eru fermingarbörn ársins 2022 sérstaklega boðuð til hennar ásamt foreldrum eða forráðamönnum. Að stundinni lokinni verður samvera í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem farið verður yfir allt sem máli skiptir fyrir veturinn.

Gert er ráð fyrir því að fyrsta samvera fermingarfræðslunnar verði þriðjudaginn 8. september kl. 15:15. Fermingarfræðslan í vetur verður á þriðjudögum frá 15:15 til 16:45 eins og undanfarin ár.

Gaman væri að sjá sem flest fermingarbörn ásamt foreldrum/forráðamönnum þeirra.

Hægt er að skrá sig í fermingarfræðsluna hér.