Sunnudagaskólinn byrjar

by Sep 2, 2021Blogg, Dagskrá, Forsíðufrétt, Fréttir

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að næstkomandi sunnudag, 5. september, hefur sunnudagaskólinn göngu sína í Laugarneskirkju. Leiðtogarnir okkar eru spenntir að hitta börnin og eiga með þeim ánægjulega stund á sunnudögum í allan vetur. Sunnudagaskólinn er í safnaðarheimili Laugarneskirkju á sama tíma og messað er uppi í kirkjunni.

Stundirnar byrja uppi í kirkjunni, en síðan ganga börnin niður til sinnar samveru á meðan fullorðna fólkið verður eftir uppi. Í sunnudagaskólanum er leikið og sungið og mikið fjör, auk þess sem börnin eru frædd um grundvallaratriðin í lífi með Jesú.

Á eftir er síðan boðið upp á kirkjudjús og jafnvel eitthvað gott að maula á meðan fullorðna fólkið sötrar kaffið sitt.

Við hlökkum til vetrarins í Laugarneskirkju með ungum jafnt sem öldnum.