Requiem eftir Fauré í messu á Skírdagskvöld

Requiem eftir Fauré í messu á Skírdagskvöld

Að kvöldi Skírdags, kl. 20, verður messa í Laugarneskirkju þar sem Söngsveitin Fílharmónía mun flytja Requiem eftir Gabriel Fauré.

Stjórnandi: Arngerður María Árnadóttir
Organisti: Magnús Ragnarsson
Einsöngvarar: Kristrún Friðriksdóttir og Valdimar Hilmarsson

Sr. Davíð Þór Jónsson prédikar og sr. Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari.

Allir hjartanlega velkomnir.

Evensong (kórvesper) 25. febrúar kl. 18

Evensong (kórvesper) 25. febrúar kl. 18

Á laugardaginn kemur flytja nemendur úr Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands, kórvesper (evensong) í Laugarneskirkju.
Sr. Davíð Þór Jónsson leiðir stundina ásamt organistanum og kennaranum Magnúsi Ragnarssyni.

Evensong er aldagamalt form með ríkulegri tónlist, upprunninn í Englandi. Þar skiptast á lestrar og söngvar eftir ákveðinni fyrirmynd, og gegna Biblíuljóð stóru hlutverki.

Nærandi stund með fallegri tónlist og allir eru hjartanlega velkomnir.