Messa og sunnudagaskóli 28. apríl

Messa og sunnudagaskóli 28. apríl

Næsta sunnudag, þann 28. apríl verður messa kl. 11:00 í Laugarneskirkju. Í guðspjalli dagsins heyrum við um það þegar Jesús grillar með félögunum á ströndinni. Það verða nemendur úr Domus Vox sem leiða safnaðarsöng og syngja fyrir okkur og er Þorvaldar Örn Davíðsson stjórnandi þeirra og organisti á sunnudaginn. Séra Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma í safnaðarheimili og er óhætt að lofa góðu stuði þar. Að sjálfsögðu er messukaffi á eftir.

Verið velkomin

Aftansöngur á aðfangadag kl. 18

Aftansöngur á aðfangadag kl. 18

 Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.“
Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð og sögðu:
Dýrð sé Guði í upphæðum
og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum.

Aftansöngur á aðfangadag jóla

Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista. Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Elma Atladóttir syngur einsöng og Þórður Hallgrímsson leikur á trompet. Prestar eru sr. Hjalti Jón Sverrisson og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir sem predikar.

Verið hjartanlega velkomin

Jólaball, helgistund og aðventubíó

Jólaball, helgistund og aðventubíó

Á sunnudaginn verður glatt á hjalla í Laugarneskirkju. Eftir stutta helgistund í kirkjunni kl. 11 förum við niður í safnaðarheimilið og höldum jólaball. Það verður mikið sungið og sprellað og að sjálfssögðu koma jólasveinar í heimsókn. sr. Eva Björk og sr. Hjalti Jón þjóna, félagar úr kór Laugarneskirkju leiða söng undir stjórn Arngerðar Maríu organista. Þetta er síðasti sunnudagurinn til að koma með föt í jólafatasöfnun Laugarneskirkju og Hjálparstarfsins. Boðið verður uppá Svala, kaffi og smákökur.

Það verður helgistund í Hátúni 12 klukkan 13, sr. Eva Björk og Arngerður þjóna.

Síðar, sama dag, verður boðið upp á aðventubíó fyrir alla fjölskylduna í safnaðarheimili Laugarneskirkju kl.14. Hjalti Jón hefur umsjón með verkefninu ásamt ungleiðtogum.
Popp & kirkjudjús í boði. Þá er líka boðið upp á liti og föndur á meðan á samverunni stendur.
Verið hjartanlega velkomin!