Guðsþjónusta 26. júní kl. 11

Guðsþjónusta 26. júní kl. 11

Jónsmessa, sumarsólstöður, forsetakosningar…..það er allt að gerast þessa helgi! Og við ætlum að hafa síðustu sumarguðsþjónustuna okkar þennan dag og þú ert velkomin/n!

Sr. Kristín Þórunn þjónar og prédikar og Steinar Logi leiðir safnaðarsöng og leikur undir á píanó.

Þessi stund markar líka lok myndlistarsýningar Fridu Adriönu Martins sem hefur staðið yfir í smugunni frá sumarbyrjun – og Frida, sem er virkur sjálfboðaliði í söfnuðinum okkar, segir nokkur orð af því tilefni.

Innilega velkomin kl. 11 í Laugarneskirkju sunnudaginn 26. júní.

Helgistund 19. júní kl. 11

Helgistund 19. júní kl. 11

Sunnudaginn 19. júní verður sumarstund við flygilinn þar sem við minnumst sérstaklega þeirra sem látið hafa líf sitt á flótta yfir Miðjarðarhafið á leið til Evrópu.

Sr. María Ágústsdóttir þjónar og Erla Rut Káradóttir leiðir safnaðarsöng.

Verið innilega velkomin í Laugarneskirkju á sunnudaginn kl. 11.

Sumarið í Laugarneskirkju

Sumarið í Laugarneskirkju

Í sumar eru helgistundir alla sunnudaga í júní kl. 11. Þar eru allir velkomnir.

Alla þriðjudaga kl. 15 hittumst við á Seekers prayer meeting í safnaðarheimilinu. Hafir þú spurningar um það máttu hringja í sr. Toshiki Toma í síma 869 6526.

Á miðvikudögum leggur gönguhópurinn Sólarmegin af stað frá kirkjudyrum kl. 10.30.

AA fundir eru á miðvikudögum kl. 12 og fimmtudögum kl. 21 (gengið inn bakatil inn í gamla sal).

Þurfir þú að tala við prest þá máttu hringja í sr. Kristínu Þórunni í síma 862 4164 eða senda henni línu á kristin@laugarneskirkja.is.

Safnaðarheimilið er lokað til 23. ágúst. Ef erindið er brýnt fyrir þann tíma má hafa samband við formann sóknarnefndar, Aðalbjörgu Helgadóttur í síma 896 4582.