Breytendur

Við erum Breytendur á Adrenalíni.
Við viljum gera heiminn að betri stað og ætlum að byrja heima hjá okkur.

Breytendur á Adrenalíni eru ungt fólk á aldrinum 14 – 17 ára sem hefur áhuga á mannréttindum, góðverkum og almennri skemmtun.
Laugarneskirkja stendur að baki starfinu.
Hugmyndafræði Changemaker er okkur leiðarljós í starfinu.

a) Góðverk! Við reynum að láta gott af okkur leiða og höfum það ávallt í huga að margt smátt gerir eitt stórt. Í því samhengi horfum við til hverfisins okkar, reynum að virkja hverfisvitundina, samkenndina og gera hressa og skemmtilega hluti í hverfinu.

b) Skemmtun! Við skemmtum okkur saman. Förum við og við í til dæmis keilu, lasertag eða bíó til að verðlauna okkur.

c) Fræðsla og umræður! Við fáum góða gesti í heimsókn sem fræða okkur um mannréttindi og önnur mikilvæg málefni. Þá myndast oftar en ekki líflegar umræður þar sem allir fá tækifæri á að láta í sér heyra.

Breytendur eru unglingastarf fyrir krakka í 9. bekk og eldri. Breytendur byggja á hugmyndafræði Changemakers sem er alþjóðleg ungmennahreyfing og virkjar ungt fólk til að vinna að betri heimi með jákvæðum aðgerðum. Starfið er í samstarfi við unglingahreyfingu Hjálparstarfs kirkjunnar en þau eru aðilar að Changemaker.

Umsjón með starfinu hefur sr. Hjalti Jón Sverrisson.