fr Hér er hægt að skrá börn í fermingarfræðslu veturinn 2021 – 2022.

Fermingarathafnir ársins 2022 verða:

  • Pálmasunnudag, 10. apríl 
  • Sumardaginn fyrsta, 21. apríl
  • Mæðradaginn, 8. maí
  • Sjómannadaginn, 12. júní

Miðað er við að fermingarathafnir hefjist kl. 11.00. Ef fleiri en 15 börn skrá sig til að fermast við sömu athöfn er reynt að skipta hópnum í tvennt og er þá önnur fermingarathöfn sama dag kl. 13.30.

Öll sóknarbörn í Laugarnessókn fædd 2008 og forráðamenn þeirra eiga að hafa fengið bréf frá Laugarneskirkju í sumar þar sem þeim var boðin þátttaka í fermingarfræðslunni næsta vetur. Að sjálfsögðu eru þó allir velkomnir, bæði börn búsett í öðrum sóknum og börn sem af einhverjum ástæðum eru ekki skráð í Þjóðkirkjuna. Boðsbréfið aðeins er sent sóknarbörnum okkar. Opið verður fyrir skráningar eitthvað fram á veturinn.

Fermingarundirbúningur kirkjunnar verður í höndum sóknarprests, sr. Davíðs Þórs Jónssonar og verkefnastjóra æskulýðsstarfsins.

Fermingarfræðslan sjálf fer fram á þriðjudögum kl. 15:15 – 16:45 frá og með 7. september, en auk hennar er gerð sú krafa að ungmennin og fjölskyldur þeirra sæki guðsþjónustur og fræðslukvöld og að börnin sæki fermingarnámskeið í Vatnaskóg í haust.

Athugið að skráning í fermingarfræðsluna jafngildir ekki skuldbindingu um að fermast í vor, ungmennin gera upp hug sinn í vetur á grundvelli fermingarfræðslunnar.

Kostnaður:
Fræðslugjald og ferming kostar 19.146 kr. skv. gjaldskrá Innanríkisráðuneytisins. Arionbanki annast innheimtu og mun krafa upp á 22.868 kr. birtast í heimabanka greiðanda. Það er gjald fyrir fræðslu og hreinsun og leigu á fermingarkirtlum sem kvenfélagið sér um.

Útlagður kostnaður vegna ferðarinnar í Vatnaskóg hefur verið 10 til 12 þúsund krónur, en sóknarnefnd Laugarneskirkju og prófastdæmið niðurgreiða að hluta kostnað ferðarinnar. Nákvæm fjárhæð verður tilkynnt um leið og hún liggur fyrir.

Fyrirspurnir um starfið má senda á sr. Davíð Þór Jónsson í póstfangið davidthor@laugarneskirkja.is

Bestu kveðjur
Davíð Þór og starfsfólk Laugarneskirkju.