Á hverjum mánudegi kl.14:00 – 15:30 hittast Kirkjuflakkarar í safnaðarheimili Laugarneskirkju. Allir krakkar í 3. og 4. bekk eru velkomnir.

Kirkjuflakkarar fást við heilmörg skemmtileg verkefni, fara í leiki, búa til leikrit, allt með það að markmiði að rækta lífsgleðina. Áhersla í starfinu er lögð á að tengjast eldri kynslóðinni, t.a.m. með heimsóknum á félagsheimili Dalbrautar 18-20.

Þá kannar hópurinn trúar- og tilvistarstef sem er að finna í menningu okkar, í því samhengi má nefna hinar gríðarlega vinsælu Harry Potter helgistundir sem bera saman stef úr Harry Potter sögunum við guðspjallstexta og trúarstef.

Skemmtilegur vettvangur til að kynnast og hafa það gaman.