Noregsferð 2015

Unglingum í æskulýðsstarfi Laugarneskirkju (fædd 2000 og eldri) stendur til boða að fara í skipulagða ferð á æskulýðsmót í Noregi síðustu vikuna í júní á næsta ári.

Umsjón með undirbúningi og farastjórn er í höndum Hjalta Jóns Sverrissonar og presti Laugarneskirkju.

Um er að ræða árlegt mót samtakanna Changemakers en það eru alþjóðleg samtök, sem stofnuð voru í Noregi. Á Íslandi starfa samtökin undir nafninu Breytendur og eru hluti af ungliðahreyfingu Hjálparstarfs kirkjunnar.

Breytendur á Adrelíni í Laugarneskirkju hittast á sunnudagskvöldum kl. 17.00.

Fyrsti kynningarfundur verður í safnaðarheimili Laugarneskirkju 2. mars kl. 18.00