Manni skánar í sunnudagsskólanum. Það er bara þannig. Sunnudagaskóli er staðurinn þar sem maður verður allur skárri.
Hvern sunnudag kl. 11:00 er sunnudagaskóli Laugarneskirkju.
Þegar komið er í sunnudagaskólann er gengið beint inn um aðaldyr kirkjunnar, því samveran hefst þar áður en gengið er yfir í safnaðarheimilið.
Að sunnudagaskóla loknum er boðið upp á molasopa og djús í safnaðarheimilinu og þá koma einnig aðrir kirkjugestir dagsins og blandast hópnum að nýju.
Það er góð og yfirveguð stemmning í safnaðarheimilinu að messu lokinni þar sem börnin dunda sér á meðan fullorðna fólkið spjallar yfir kaffibollanum.
Vefurinn barnatru.is er frábær með skemmtilegu efni fyrir foreldra og börn!!