Æskulýðsstarf í september

Æskulýðsstarf í september

Kæru íbúar í Laugarnessókn.
Aðstæður æskulýðsstarfsins okkar í Laugarneskirkju verða um margt sérstakar og óvanalegar í september.
Við reynum þó að sjá tækifærin í stöðunni og munum keppast við að bjóða upp á öflugt og skapandi æskulýðsstarf nú sem fyrr.

Í september verður dagskrá sem hér segir: 
* Æskulýðsfélagið Týrannus (8.b.+) – safnaðarheimili Áskirkju, öll fimmtudagskvöld kl.19:30 – 21:30.

* Kirkjuprakkarar (1.-2.b.) – Íþróttahús Laugarnesskóla kl.14:00 – 15:30, sunnudaginn 16.09. Skráning: hjaltijon@laugarneskirkja.is
* Kirkjuflakkarar (3.-4.b.) – Íþróttahús Laugarnesskóla kl.15:30 – 17:00, sunnudaginn 16.09. Skráning: hjaltijon@laugarneskirkja.is

* Leiklistarsmiðja (5.-7.b.) með leikstjóranum og leikaranum Pétri Ármannssyni – Íþróttahús Laugarnesskóla kl. 14:00 – 17:00, laugardaginn 22.09. Skráning:
hjaltijon@laugarneskirkja.is

* Árlegt keppnismót Laugarnessóknar í Eina krónu fyrir mér 1, 2 og 3! – við Laugarneskirkju, sunnudaginn 23.09.

Enn má vera að bætist við – við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með!

Guðsþjónustur og sunnudagaskóli verða á sínum stað í Laugarneskirkju, hvern sunnudag mánaðarins.

Allar fyrirspurnir, hugmyndir og ábendingar í tengslum við æskulýðsstarf Laugarneskirkju eru ávallt vel þegnar, ekki hika við að hafa samband: hjaltijon@laugarneskirkja.is.

Sorgarhópastarf í safnaðarheimili Laugarneskirkju

Sorgarhópastarf í safnaðarheimili Laugarneskirkju

Stuðningshópur fyrir fólk sem misst hefur einhvern vegna fíknar fer af stað mánudaginn 9.apríl næstkomandi í safnaðarheimili Laugarneskirkju kl. 20.00.

Ný dögun býður nú upp á stuðningshóp sem er sérstaklega ætlaður þeim sem hafa misst beint eða óbeint af völdum fíknar, áfengis- eða vímuefnafíknar, hvort sem það er barn, systkini, maki eða annar nákominn. Úrvinnsla aðstandenda eftir slíkan getur m.a. snúið að langvinnum erfiðum samskiptum við fíkilinn, auk þess að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir.

Skráning og nánari upplýsingar veitir Hrannar Már Sigrúnarson hrannarmars@gmail.com s.6187825