Guðsþjónusta & fyrsti sunnudagaskóli haustsins 4.september

Guðsþjónusta & fyrsti sunnudagaskóli haustsins 4.september

Lofsyngið himnar, fagna þú jörð,
þér fjöll, hefjið gleðisöng
(Jes.49:13)

Við komum saman til guðsþjónustu í Laugarneskirkju sunnudaginn 4.september kl.11 í lofgjörð og bæn.
Sérstaklega fögnum við sunnudagaskólanum sem hefur göngu sína á nýjan leik og er ljóst að það stefnir í lifandi og fjörugan vetur hjá börnum og foreldrum með Rebba, Mýslu, frábærum leiðtogum og heilögum anda allt í kring.
Þennan sunnudag fögnum við í því samhengi nýjum sunnudagaskólakennurum, þeim Arneyju, Garðari og Viktoríu, sem eru ungt hæfileikafólk úr hverfinu sem hafa lengi glætt kirkjuna lífi og kærleiksanda með þátttöku sinni í starfi kirkjunnar.
Ásamt þeim munu reynsluboltarnir Bella og Gísli keyra af stað góðan takt sunnudagaskólans inn í haustið.

Arngerður María, tónlistarstjóri kirkjunnar, mun leiða tónlistina ásamt meðlimum úr Kór Laugarneskirkju. Þá mun Hjalti Jón vera með hugleiðingu um leitina að kyrrð í óréttlátum heimi og leiða guðsþjónustuna ásamt messuþjónum kirkjunnar.

Messukaffið verður á sínum stað, enda alltaf gott að setjast saman í hlýju og nærandi samfélagi að lokinni guðsþjónustu og fá kraft til að þjóna í daglegu lífi af gleði í komandi viku.