Hjá Laugarneskirkju geta allir fundið sér eitthvað mannbætandi. Ungir sem aldnir að finna sér eitthvað til hæfis hjá kirkjunni. Ef ykkur vantar frekari upplýsingar endilega hafið samband við okkur með því að hringja í síma 588-9422 eða senda okkur tölvupóst vigdis@laugarneskirkja.is.
Kvenfélagið
Kvenfélag Laugarneskirkju var stofnað 6. apríl 1941 og er eitt elsta kvenfélag innan Þjóðkirkjunnar. Fyrsti formaður þess var frú Þuríður Pétursdóttir á Bergi sem gegndi sínu embætti frá stofnun til dauðadags, eða til ársins 1949
Stjórn kvenfélags Laugarneskirkju 2014-2015:
Linda Björk Halldórsdóttir, formaður
Margrét Guðnadóttir
Fjóla Guðmundsdóttir
Sigríður Hjaltadóttir
Þórey Jónína Jónsdóttir
Ása Margrét Einarsdóttir
Sigurborg Jóna Hilmarsdóttir
Fundir eru fyrsta mánudagskvöld hvers mánaðar kl. 20:00 í safnaðarheimili kirkjunnar frá september og fram í maí.
Nánari upplýsingar veitir formaður, kvenfelag@laugarneskirkja.is. Allar áhugasamar konur velkomnar.