Opið hús

Dagskrá eldriborgarastarfs Laugarneskirkju 2019

Starfið leiða Anna Sigga Helgadóttir og ásamt þjónustuhópi kirkjunnar.
Formleg dagskrá hefst kl. 12:00 og lýkur um kl. 15:00

Í vetur sameina eldri borgarar  í Ás- og Laugarneskirkju starf sitt.
Sundirnar fara fram í Áskirkju og hefjast kl 12:00 með helgistund. Sóknarprestar kirknanna tveggja, sr. Davíð Þór Jónsson og Sr. Sigurður Jónsson, annast helgistundirnar til skiptis.

Starfið er á sama tíma og  starfsfólk Laugarneskirkju og Áskirkju sameinar krafta sína við að skila skemmtilegum og gefandi samverum.

Starfið verður eins og vanalega á fimmtudögum en hefst klukkan 12:00 með helgistund í Áskirkju, þá er hádegisverður í safnaðarheimili og opið hús sem endar á söngstund í umsjón organista. Hádegisverðurinn kostar 1000 krónur

Verið öll hjartanlega velkomin