Laugarnessókn og Ássókn taka höndum saman um félagsstarf eldri borgara í sóknunum.

Samverustundir eru í Áskirkju alla fimmtudaga yfir vetrartímann og hefjast kl 12:00 með helgistund. Sr. Davíð Þór Jónsson, Sr. Sigurður Jónsson og Jóhanna María Eyjólfsdóttir, djákni í Ássókn, annast helgistundirnar. Organistar Ás- og Laugarneskirkju, Elísabet Þórðardóttir og Bjartur Logi Guðnason, annast tónlistarflutning.

Þá er hádegisverður í safnaðarheimilinu og síðan opið hús sem endar á söngstund í umsjón organistanna.

Hádegisverðurinn kostar 1000 krónur.

Verið öll hjartanlega velkomin.