Á foreldramorgnum í Laugarneskirkju er tækifæri til að kynnast hverfinu og fólkinu sem í því býr um leið og börnin víkka sjóndeildarhringinn og öðlast nýja og spennandi reynslu.

Með reglulegu millibili koma góðir gestir og miðla fróðleik um allt er varðar andlega og líkamlega velferð barna og ungbarnaforeldra.

Samveran er í safnaðarheimili Laugarneskirkju. Gengið er inn í kjallarann að norðanverðu. Stundirnar eru á miðvikudögum á milli kl 10 og 12.