Foreldramorgnar

Á foreldramorgnum í Laugarneskirkju er tækifæri til að kynnast hverfinu og fólkinu sem í því býr um leið og börnin víkka sjóndeildarhringinn og öðlast nýja og spennandi reynslu.

Samveran er í safnaðarheimili Laugarneskirkju. Gengið er inn í kjallarann að norðanverðu.

Stundirnar verða á miðvikudögum á milli kl 10 og 12 á haustmánuðum 2019. Athugið breyttan tíma frá því í vor.

Umsjón hefur Klara Arnalds.