Kyrrðarbæn

Í vetur verður boðið upp á kyrrðarbæn í Laugarneskirkju á mánudagskvöldum kl. 20:00.

Við njótum öll góðs af því að líta inn á við, rækta kyrrðina og sækja aukinn styrk til þess að mæta daglegu lífi.

Kyrrðarbæn (e. Centering Prayer) er íhugunaraðferð sem byggir á aldagamalli hefð. Hún felur í sér bæn án orða og innra samþykki iðkandans til að þiggja nærveru Guðs og starf hans hið innra.(https://kristinihugun.is/tag/kyrrdarbaen/)

Frekari upplýsingar veitir Hjalti Jón Sverrisson: hjaltijon@laugarneskirkja.is