Laugarnessöfnuður hefur þann heiður að þjóna Hátúnsþorpinu, sem samanstendur af Hátúni 10, 10a, 10b og 12.

Yfir vetrartímann er guðsþjónusta í Betri stofunni í Hátúni 12 með reglulegu millibili. Þar þjónar prestur ásamt organista og sjálfboðaliðum. Þetta eru gefandi stundir og aðgengið er gott.

Yfir vetrartímann eru einnig helgistundir í Hásalnum Hátúni 10 annan hvern fimmtudag kl 16:00.

Með reglulegu millibili stendur Laugarneskirkja ennfremur fyrir sk. “Gospelkvöldi” í Sjálfsbjargarsalnum. Þar er tónlistin í fyrirrúmi, auk nærandi samveru. Kaffi og með því er á boðstólum, tónlist, bæn og hugvekja.

Mikið og gott samfélag er á Hátúnssvæðinu.