Postullegu trúarjátninguna
Trúarjátning er stuttur texti, sem staðfestir meginatriði trúarinnar. Á latínu er upphafsorðið í þekktustujátningunum credo, sem þýðir ég trúi. Þaðan er komið íslenska orðið kredda, sem oftar er þó haft í niðrandi merkingu. Á erlendum málum er sömuleiðis oft notað um trúarjátningu orðið symbol, sem merkir tákn, því að staðfesting á mikilvægustu trúaratriðum er tákn um trúna.
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottinn vorn,
sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey,
píndur á dögum Pontíusar Pílatusar,
krossfestur, dáinn og grafinn,
steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum,
steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs
og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju,
samfélag heilagra,fyrirgefningu syndanna,
upprisu mannsins og eilíft líf.