Viltu vera hollvinur Laugarneskirkju?

Laugarnessöfnuður stendur fyrir metnaðarfullu starfi með fólki á ólíkum aldri og í mismunandi aðstæðum og styður við félagsauðinn í Laugarneshverfi.

Hvað gerir Laugarneskirkja?

Þjónusta kirkjunnar stendur öllum opin óháð trúfélagsaðild, félagsstöðu, kynhneigð, aldri og innkomu. Barna- og æskulýðsstarf, andleg umhyggja, fjölbreytt kirkjutónlistarstarf og þjónusta við öryrkja í Hátúnsþorpinu eru sem fyrr í forgangi í starfi safnaðarins.

Laugarneskirkja

Kirkjuhúsið sjálft er dýrmæt og merkileg bygging. Viðhaldið á henni er bæði aðkallandi og kostnaðarsamt verkefni sem hvílir á herðum safnaðarins. Ef þú vilt styðja eitthvert af þessum verkefnum er hægt að leggja inn á reikning sóknarinnar: Banki: 0301-26-7202, kennitala: 420269-2189. Þar getur þú merkt framlagið þeim tilgangi sem þú óskar eftir, barnastarf, öryrkjar, menning, kirkjuhúsið.

Margt smátt gerir eitt stórt og þitt framlag skiptir máli.

Hollvinir eru líka sjálfboðaliðar

Hollvinir Laugarneskirkju eru allir þeir sem leggja lóð á vogarskálar kirkjustarfsins með því að leggja fram hæfileika sína, starfskrafta, tíma eða þjónustu. Ef þú hefur áhuga á að vera sjálfboðaliði í kirkjustarfinu, hafðu samband við Davíð Þór sóknarprest í netfangið davidthor@laugarneskirkja.is eða Aðalbjörgu formann sóknarnefndar í netfanginu adalbjorghelgadottir hjá gmail.com.

Sjálfboðaliðar sinna fjölbreyttum og mikilvægum störfum í kirkjunni, hlúa að helgihaldi, athöfnum og fólki á öllum aldri. Allir hæfileikar og áhugasvið nýtast í sjálfboðinni þjónustu Laugarneskirkju.