Laugarneskirkja

Lifandi kirkja í Laugarneshverfi

 

 

Takk fyrir að líta við. Það væri líka gaman að sjá þig í kirkjunni.

 

Guð blessi þig í dag.

 

Sýndarferð af LaugarneskirkjuLeiga á safnaðarheimili

síðustu færslur:

Kulnun Júdasar

Kulnun Júdasar

.l Náð sé með ykkur öllum og friður frá Guði föður og Drottni, Jesú Kristi. Amen. Fyrir nokkrum árum heyrði ég íslenskan stjórnmálamann fara með speki sem mig minnir að hann hafi sagt koma frá Willy Brandt, sem var kanslari Vestur-Þýskalands um fimm ára skeið á síðari...

Barrabas páfi

Barrabas páfi

Guðspjall: Menn æðsta prestsins fóru nú með Jesú frá Kaífasi til hallar landshöfðingjans. Það var snemma morguns. Þeir fóru ekki sjálfir inn í höllina svo að þeir saurguðust ekki heldur mættu neyta páskamáltíðar. Pílatus kom út til þeirra og sagði: „Hvaða ákæru berið...

Aðventustund barnanna

Aðventustund barnanna

Hér má sjá fyrsta þátt Aðventustundar barnanna sem er hlýr, notalegur og já, jólalegur þáttur fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Fram koma meðal annars Barnakór Langholtskirkju sem syngja inn jólaskapið. Rebbi og Mýsla missa að sjálfsögðu ekki af því og mæta í...

Nýtt Laugardalsprestakall

Nýtt Laugardalsprestakall

Nú í byrjun október  urðu breytingar á skipulagi kirkjustarfs í hverfunum við Laugardal en samkvæmt ákvörðun kirkjuþings varð til nýtt prestakall þriggja sókna í stað þeirra þriggja prestakalla sem áður höfðu hvert um sig innifalið eina sókn.    Í...

Eilífð, bak við árin

Eilífð, bak við árin

Falleg birta lék um Laugarneskirkju klukkan 11 í morgun.Eins og svo marga sunnudagana á þessa ári gátum við ekki komið saman sem söfnuður til að njóta hennar. Yl þessarar birtu, sem táknar svo margt, verðum við að nálgast hvert og eitt núna með öðrum leiðum.Í...

Krefjandi tímar

Krefjandi tímar

Kæru vinir, ég heilsa ykkur í Jesú nafni.    1. Við lifum á krefjandi tímum. Kannski er það alltaf þannig. En mér virðist sem tímarnir séu að opinbera okkur á ný meiri sundrungu, meiri úlfúð. Það virðist enn styttra í flokkadrætti en áður. Eftilvill er undirliggjandi...

Heildstæðir verkferlar skinhelginnar

Heildstæðir verkferlar skinhelginnar

Náð sé með ykkur og friður frá Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Amen. Nú í vikunni las ég afar áhugaverða grein sem lætur mig eiginlega ekki friði síðan og mig langar að deila innihaldi hennar með ykkur. Þar segir frá krossfestingaraðferðum Rómverja til forna, en...

Líkami Krists

Líkami Krists

Við vitum ekki hvernig Jesús frá Nasaret leit út. Engar myndir eru til af honum og útliti hans er ekki lýst í Biblíunni. Eina ályktunin sem hægt er að draga af því sem þar stendur er að hann hafi á engan hátt skorið sig úr fjöldanum í útliti. Hann gat horfið inn í...

Helgihald á næstunni:

Guðsþjónustur til áramóta

Sunnudagur 21. nóvember – guðsþjónusta kl. 11

Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Vegna sóttvarnarreglna verður því miður ekki hægt að bjóða kaffi og samveru eftir stundina.

Sunnudagur 28. nóvember – fyrsti sunnudagur í aðventu – guðsþjónusta kl. 11

Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Vegna sóttvarnarreglna verður því miður ekki hægt að bjóða kaffi og samveru eftir stundina.

Sunnudagur 5. desember – annar sunnudagur í aðventu – guðsþjónusta kl. 11

Sr. Jón Ragnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Vegna sóttvarnarreglna verður því miður ekki hægt að bjóða kaffi og samveru eftir stundina.

Sunnudagur 12. desember – annar sunnudagur í aðventu – Jólaball kl. 11

Samveran byrjar á léttri helgistund í kirkjunni. Síðan fara allir niður í safnaðarheimilið og dansa í kringum jólatréð. Góðgæti verður í boði og jafnvel kynni að vera von á jólasveinum í heimsókn.

Sunnudagur 12. desember – þriðji sunnudagur í aðventu – Aðventukvöld Laugarneskirkju kl. 20

Aðventukvöld Laugarneskirkju er árviss viðburður sem við gleðjumst yfir að geta haldið á ný. Kór Laugarneskirkju flytur lög. Góður gestur flytur hugvekju og fermingarbörn lesa kertabænir.

Sunnudagur 19. desember – fjórði sunnudagur í aðventu – guðsþjónusta kl. 11

Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu á meðan. Kaffi og samvera á eftir.

Aðfangadagur – 24. desember – jólastund barnanna kl. 15

Við styttum biðina eftir jólunum með að syngja jólalög saman og spinna helgileik af fingrum fram.

Aðfangadagur – 24. desember – aftansöngur kl. 18

Aftansöngur á aðfangadag. Kór Laugarneskirkju syngur. Elísabet Þórðardóttir organisti leikur á orgel. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar.

Jóladagur – 25. desember – hátíðarmessa kl. 14

Kór Laugarneskirkju syngur hátíðarsöngva. Sr. Davíð Þór Jónsson og Sr. Jón Ragnarsson lesa ritningarlestra.

Nýársdagur – 1. janúar – hátíðarmessa kl. 16

Kór Laugarneskirkju og Elísabet Þórðardóttir annast tónlistarflutning. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar.

 

Úr bíblíunni

„Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“

(Matt 25.35)

Starfsfólk Laugarneskirkju

Sr. Davíð Þór Jónsson

Sr. Davíð Þór Jónsson

Prestur

davidthor@laugarneskirkja.is
Sími: 898 6302

Viðtalstímar eftir samkomulagi

Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Sr. Hjalti Jón Sverrisson

Prestur

hjaltijon@laugarneskirkja.is
Sími: 849 2048

Viðtalstímar eftir samkomulagi

 

Kristján Kristjánsson

Kristján Kristjánsson

Rekstrarstjóri/Kirkjuvörður

kristjan@laugarneskirkja.is
Sími: 864 9412

Elísabet Þórðardóttir

Elísabet Þórðardóttir

Tónlistarstjóri

lisathordar@gmail.com
sími 661 4954