top of page
  • Facebook

Messa og sunnudagaskólinn – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga


Það er gulur september og við komum saman í Laugarneskirkju, sunnudaginn 10.september kl.11:00.

Edda Björgvins flytur hugvekju í guðsþjónustunni, í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfsvígsforvarna. Kammerkórinn Aurora syngur, stjórnandi er Sigríður Soffía Hafliðadóttir. Prestur sr. Hjalti Jón Sverrisson og organisti Elísabet Þórðardóttir.

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað, þar verður þrumustuð með okkar frábæru leiðtogum. Gleði og gaman fyrir börn- og fullorðna.

Samfélag í safnaðarheimil kirkjunnar eftir stundina, með kaffi og kirkjudjús.

Að gulum september standa fulltrúar frá: Embætti landlæknis, Geðhjálp, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Landspítala, Minningarsjóði Orra Ómarssonar, Píeta samtökunum, Rauða krossinum, SÁÁ, Sorgarmiðstöð, Þjóðkirkjunni og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Sjá nánar: https://island.is/forvarnir-sjalfsviga/gulur

29 views0 comments
bottom of page