Skráning

Viltu skrá þig í söfnuðinn? Þú gerir það hjá þjóðskrá. Skráning fullorðinna er rafræn og er á Ísland.is. Til að skrá barn yngra en 16 ára þarf að fylla út eyðublað sem er sótt á netinu.

Eyðublöðunum er skilað til Þjóðskrár Íslands, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittar í s. 515 5300. Forsjármenn þurfa að undirrita tilkynningu um skráningu barns sem er yngra en 16 ára. Hafi barn náð 12 ára aldri skal það einnig undirrita.

Sóknargjöld Þjóðkirkjufólks í Laugarnessókn greiðast beint til sóknarnarinnar. Þau standa undir rekstri og viðhaldi kirkjuhússins og margháttaðri safnaðarstarfsemi.

Ef þú ert óviss um það hvort þú ert skráð(ur) í Þjóðkirkjuna geturðu haft samband við Þjóðskrá.